Átta þúsund yfirgefa vinnustaðina

Mikill reykur er á svæðinu í kringum Fort McMurray.
Mikill reykur er á svæðinu í kringum Fort McMurray. AFP

Starfsmönnum um 20 olíuvinnslustöðva og annarra bygginga sem tengjast olíuvinnslu hefur verið gert  að yfirgefa vinnustaði sína í Alberta-fylki í Kanada vegna skógareldanna í borginni Fort McMurray. Rýmingin hefur áhrif á um 8 þúsund manns.

„Rýmingarsvæðið hefur stækkað norður af Fort McMurray vegna skógarelda,“ sagði ráðamaður á svæðinu. Rýmingin hefur áhrif á þó nokkrar starfsstöðvar og eru starfsmennirnir um 8.000 talsins.“

Olíufyrirtækið Suncor sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það greindi frá brottflutningi starfsmanna og bætti við að eignir fyrirtækisins hefur ekki skaðast vegna eldanna.

Rachel Notley, ríkisstjóri Alberta.
Rachel Notley, ríkisstjóri Alberta. AFP

Yfir 80 þúsund manns yfirgáfu Fort McMurray fyrir tveimur vikum þegar skógareldar læstu klóm sínum í borgina. Eldhafið færðist þaðan í burtu en undanfarna daga hefur því tekist að ógna svæðinu á nýjan leik.

Gætu þurft gasgrímur 

Rachel Notley, ríkisstjóri Alberta, greindi frá því í gær að aðstæður væru erfiðar á svæðinu vegna mikils reyks.

Hún sagði að verkafólk í Fort McMurray gæti þurft að nota gasgrímur til að vernda sig frá reyknum og bætti við að loftgæðin væru þrisvar sinnum verri en eðlilegt getur talist.

Samtals hafa um 100 þúsund manns flúið Fort McMurray og svæðið í kring. Í Alberta-fylki hafa 15 mismunandi skógareldar geisað, þar af þrír sem eru stjórnlausir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert