Húsnæði starfsmanna eyðilagðist

Rachel Notley, ríkisstjóri í Alberta, eftir blaðamannafund sem var haldinn …
Rachel Notley, ríkisstjóri í Alberta, eftir blaðamannafund sem var haldinn á dögunum. AFP

Húsnæði fyrir olíuverkamenn með 665 herbergjum eyðilagðist í skógareldunum sem hafa geisað í Alberta-fylki í Kanada.

Rachel Notley, ríkisstjóri Alberta-fylkis, sagði að húsnæðið hefði verið rýmt í nótt vegna þeirrar hættu sem stafaði af skógareldunum.

Það er staðsett um 50 kílómetrum norður af borginni Fort McMurray þar sem eldarnir eiga upptök sín.

Hætta er á að fleiri hús á svæðinu verði eldinum að bráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert