Vildi ekki fara aftur til foreldra sinna

Ellie var sex ára gömul þegar hún lést.
Ellie var sex ára gömul þegar hún lést. Skjáskot/Sky News

Ellie Butler, sex ára stúlka sem var barin til dauða af föður sínum, bað félagsráðgjafa sem sáu um mál hennar um að fá að vera áfram hjá afa sínum og ömmu. Hún vildi alls ekki fara til foreldra sinna aftur en hún var tekin frá þeim aðeins tíu vikna gömul. Ellefu mánuðum eftir að Ellie var flutt aftur til foreldra sinna myrti faðir hennar hana.

Líkt og fram hefur komið hlaut faðir Ellie, Ben Butler, lífstíðardóm fyrir morðið á dóttur sinni. Móðir stúlkunnar hlaut 42 mánaða fangelsisdóm.

Í bréfi Julie Gray, móðursystur Ellie, til félagsráðgjafa sem fóru með mál stúlkunnar kemur fram að stúlkan hafi sagst vilja búa áfram hjá afa sínum og ömmu. Þar segir einnig að tilhugsunin um að flytja aftur til foreldra sinna hræddi stúlkuna.

„Hún [Ellie] er byrjuð að spyrja af hverju hún þarf að fara og búa með mömmu þar sem hún vilji það ekki,“ skrifar Gray í tölvupósti í október árið 2012. „Hún vill búa hjá ömmu og afa alla ævi. Hún er mjög skýr,  hún vill ekki búa hjá Ben og Jennie en hún er tilbúin að heimsækja þau en fara svo heim til afa og ömmu aftur.“

Frænka stúlkunnar greinir einnig frá því að hún hafi ekki viljað lengur sofa í eigin rúmi af ótta við að hún yrði fjarlægð af heimilinu í skjóli nætur.

Afi stúlkunnar, Neal Gray, hefur óskað eftir því við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að hann fari fram á að kannað verði hvað fór úrskeiðis í máli fjölskyldunnar. Gray-fjölskyldan segist ítrekað hafa varað yfirvöld við því að senda Ellie aftur til foreldra sinna en ekkert mark hafi verið tekið á því.

Foreldrar Ellie og afi hennar og amma háðu harða baráttu um forræði hennar þegar hún var fimm ára gömul. Að lokum fór svo að foreldrar hennar fengu stúlkuna aftur. Faðir hennar var sakfelldur fyrir að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var sjö vikna gömul. Dómurinn var síðar ógiltur og fljótlega var stúlkan komin aftur til foreldra sinna.

Fréttir mbl.is um mál stúlkunnar: 

Mál litlu stúlkunnar ekki einsdæmi

Gáfu trampólínið þegar stúlkan var myrt

Sviðsettu andlát sex ára dóttur sinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert