Mæta fyrir dóm vegna árásarinnar í Nice

AFP

Fjórir karlmenn og ein kona verða leidd fyrir dómara í frönsku borginni í Nice í dag vegna meintra tengsla þeirra við voðaverkin í borginni síðasta fimmtudag.

Þau hafa öll verið yfirheyrð og gætu átt yfir höfði sér ákæru, samkvæmt heimildum Reuters.

84 létu lífið þegar stórum flutningabíl var ekið inn í mikinn mannfjölda á strandgötunni í Nice. Ökumaðurinn, Mohamed Lahouaiej-Bouhlel, var skotinn til bana af lögreglu.

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams lýstu yfir ábyrgð á árásinni.

Á vef Guardian kemur fram að á meðal þeirra sem leiddir verða fyrir dómara í dag sé góðvinur Mohameds og 38 ára gamall Albani, sem er grunaður um að hafa útvegað honum skammbyssu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert