71 fórst í flugslysinu

Bænastundin var fjölmenn í Brasilíu.
Bænastundin var fjölmenn í Brasilíu. AFP

71 fórst í flugslysinu sem varð í Kólumbíu í nótt og sex lifðu af, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá stjórnvöldum í landinu. Upphaflega var talið að 75 manns hefðu farist. Ástæðan er sú að fjórir farþegar sem voru skráðir í flugið mættu ekki. 

Brasilíska knattspyrnuliðið Chapecoen­se var um borð ásamt þjálfurum, forráðamönnum, starfsfólki félagsins, gestum þess og íþróttafréttamönnum en um leiguflug var að ræða.

Tuttugu brasilískir íþróttafréttamenn voru einnig á meðal þeirra sem fórust en einn úr þeirra hópi komst lífs af.

Búið er að finna tvo flugrita vélarinnar sem eiga að sýna hvað gerðist þegar hún hrapaði til jarðar. 

Minningarathöfn var haldin borginni Chapecó í Brasilíu til að minnast fótboltaliðsins. Bænastundin var fjölmenn og klæddust margir liðstreyju félagsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert