Hrapaði vegna eldsneytisskorts

Flak vélarinnar sem brotlenti árið 2016.
Flak vélarinnar sem brotlenti árið 2016. AFP

Eldsneytisskortur varð þess valdandi að flugvél á leið frá Brasilíu til Kólumbíu hrapaði til jarðar skammt frá borginni Medellin í Kólumbíu árið 2016.

Þetta er niðurstaða rannsóknar flugmálayfirvalda í Kólumbíu sem var gerð á orsökum flugslyssins.

71 fórst, þar á meðal 22 leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Sex manns komust lífs af, þar af þrír leikmenn.  

Miguel Camacho, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni, sagði að eldsneytistankur vélarinnar hafi verið tómur vegna „óviðeigandi áhættustjórnunar“ hjá bólivíska flugfélaginu LAMIA.

Eftir slysið lék grunur á um að flugstjóri vélarinnar hafi vísvitandi lagt af stað í flugið með of lítið eldsneyti. Varnarmálaráðherra Bólivíu lét hafa eftir sér að flugslysið hefði verið hreint og klárt morð.

Lið Chapecoense árið 2016.
Lið Chapecoense árið 2016. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert