Voru meðvitaðir um eldsneytisskortinn

Flugslysið þurrkaði megnið af kólumbíska fótboltaliðinu út.
Flugslysið þurrkaði megnið af kólumbíska fótboltaliðinu út. AFP

Flugslysið í Kolombíu sem varð um sjötíu manns að bana í nóvember má rekja til eldsneytisskorts samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknar á slysinu. Þetta staðfestu kólumbísk yfirvöld í dag.

Flugvélin sem var á vegum LaMia flugfélagsins hrapaði þann 28. nóvember rétt fyrir utan Medellin sem er næststærsta höfuðborg Kólumbíu. Um borð var kólumbíska fótboltaliðið Chapecoense Real FC á leið í úrslitaviðureign. Þetta hefði orðið stærsti leikur í sögu félagsins. 

Forstöðumaður flugyfirvalda Kólumbíu, Freddy Bonilla, sagði að rannsóknin benti til þess að flugvélin hefði orðið uppiskroppa með eldsneyti. Það hefur verið aðalkenningin frá því að upptökur af flugmanninum að tala við flugumferðarturninn um eldsneytisneyð birtust. 

Bonilla sagði á blaðamannafundi að flugmennirnir hefðu verið meðvitaðir um stöðu eldsneytismagnsins sem hafi alls ekki verið nægilegt. Þeir hafi hinsvegar ekki látið vita af því fyrr en nokkrum mínútum fyrir slysið. Vélin var einnig fimm hundrið kílóum of þung en það er ekki talið hafa ráðið úrslitum að sögn Bonilla. 

Samkvæmt flugyfirvöldum fékk flugturninn beiðni um forgangslendingu vegna eldsneytisvandræða klukkan 9:49 að staðartíma. Klukkan 9:53 stöðvaðist einn hreyfill og þremur mínútum síðar voru allir fjórir hreyflarnir óvirkir. Klukkan 9:57 var tilkynnt um neyðarástand vegna rafmagnsbilunar og flugvélin hvarf af ratsjám. Klukkan 9:58 skall hún í hlíðar Cerroo Gordo fjallsins á um 200 kílómetra hraða á klukkustund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert