Fannst á lífi 18 árum síðar

Mobley nýfædd og Gloria Williams, sem rændi henni þegar hún …
Mobley nýfædd og Gloria Williams, sem rændi henni þegar hún var átta klukkustunda gömul. Ljósmynd/Twitter

Stúlka, sem var rænt af fæðingardeildinni á spítala í Flórída í Bandaríkjunum árið 1998, fannst á lífi 18 árum síðar.

Kamiyah Mobley, sem var rænt í júlí árið 1998, fannst á lífi eftir ábendingu frá almenningi. Yfirvöld í Suður-Karólínu hafa ákært hina 51 árs gömlu Gloriu Williams fyrir mannrán.

Mobley trúði því að Williams væri móðir hennar en líffræðilegum foreldrum stúlkunnar hefur verið tilkynnt um fundinn.

Stúlkan er við góða heilsu en samkvæmt fregnum lítur hún út eins og „venjuleg 18 ára stelpa.“

Mobley var ekki nema átta klukkustunda gömul þegar kona, sem þóttist starfa á spítalanum, rændi henni. Konan sagði móður Mobley að barnið væri með hita og það þyrfti að kanna ástand hennar. Hún tók barnið frá móðurinni og hvarf.

„Það er undir fórnarlambinu komið hvernig eða hvenær hún vill hitta fjölskyldu sína. Hún er sjálfráða einstaklingur,“ sagði lögreglustjórinn í Jacksonville í Suður-Karólínu.

„Henni var rænt þegar hún var nýfætt og þarf tíma til að melta þetta. Við virðum hennar einkalíf og biðjum ykkur um að gera slíkt hið sama,“ sagði lögreglustjórinn enn fremur.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert