Skattabreytingar samþykktar

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt miklar breytingar á skattkerfi landsins en breytingarnar eru þær mestu í meira en þrjá áratugi. Áður hafði fulltrúadeildin samþykkt frumvarp repúblikana. Repúblikanar eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings.

Þetta er fyrsta stóra málið sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur barist fyrir og hefur farið í gegnum þingið. Gagnrýnendur segja að breytingarnar komi þeim ofurríku best en stuðningsmenn segja að skattar muni lækka á fyrirtæki, lítil fyrirtæki sem og aðra og þetta þýði aukinn hagvöxt.

Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, kynnti niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í öldungadeildinni, 51 greiddi atkvæði með breytingunum en 48 voru á móti. 



AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert