Colin Powell styður Joe Biden

Colin Powell.
Colin Powell. AFP

Col­in Powell, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, styður Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í komandi forsetakosningum. Powell er fyrsti háttsetti repúblikaninn sem lýsir opinberlega yfir stuðningi við andstæðing sitjandi forseta, Donald Trump, í kosningunum sem fara fram í nóvember. 

Powell, sem leiddi Bandaríkjaher í Persaflóastríðinu árið 1991 undir stjórn George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og var utanríkisráðherra í ríkisstjórn George W. Bush, hefur áður stutt demókrata gegn repúblikana í forsetakosningum þrátt fyrir að vera sjálfur repúblikani.

Powell vandar Trump ekki kveðjurnar og segir forsetann vera hættulegan lýðræði landsins og að hann hafi hrakist af leið þegar kemur að ákvæðum stjórnarskrár landsins.

„Ég get engan veginn stutt Trump forseta í ár,“ segir Powell í viðtali við CNN. Spurður hvort hann muni kjósa Biden játaði Powell. „Ég mun kjósa hann.“

Trump svaraði á Twitter og sakaði Powell um að hafa leitt Bandaríkin inn í hörmuleg stríð í Mið-Austurlöndum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert