Engin aftökusveit lengir líf fanga

Fangarnir áttu að vera teknir af lífi í þessum mánuði.
Fangarnir áttu að vera teknir af lífi í þessum mánuði. AFP

Hæstiréttur í bandaríska ríkinu Suður-Karólínu hefur frestað tveimur aftökum þar til fangarnir geta valið á milli þess að verða teknir af lífi í rafmagnsstól eða af aftökusveit.

Samkvæmt nýjum lögum mega fangar á dauðadeild velja á milli tveggja dauðdaga ef banvæn sprauta er ekki möguleg.

Vegna þess að fangelsisyfirvöld hafa ekki enn ráðið aftökusveit til starfa var aftökunum frestað af dómstólnum, að því er BBC greindi frá. 

Fangana Brad Sigmon og Freddie Owens átti að taka af lífi í þessum mánuði. Þeim var neitað um banvæna sprautu vegna þess að fangelsisyfirvöld eiga lyfin ekki til. 

Vegna langvarandi lyfjaskorts eru komin tíu ár síðan fangar voru síðast teknir af lífi með banvænni sprautu í ríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert