Yfir 70% Palestínumanna styðja hryðjuverkin

Samkvæmt könnuninni þá styðja 72% Palestínumanna hryðjuverkin þar sem um …
Samkvæmt könnuninni þá styðja 72% Palestínumanna hryðjuverkin þar sem um 1.200 manns féllu í valinn, aðallega óbreyttir borgarar, og um 250 manns voru teknir gíslingu. AFP/Said Khatib

Yfirgnæfandi meirihluti Palestínumanna telur að hryðjuverkin sem framin var af Hamas-samtökunum í Ísrael þann 7. október hafi verið réttmæt, samkvæmt niðurstöðum könnunar.

Þá hefur stuðningur við hryðjuverkasamtökin aukist bæði á Gasasvæðinu og á Vesturbakkanum.

Það er Reuters sem greinir frá könnun palestínska könnunarfyrirtækisins The Palestinian Center for Policy and Research (PCPSR).

Samkvæmt könnuninni þá styðja 72% Palestínumanna hryðjuverkin þar sem um 1.200 manns féllu í valinn, aðallega óbreyttir borgarar, og um 250 manns voru teknir gíslingu.

Var þetta stærsta fjöldamorð gyðinga síðan í helförinni. 22% palestínskra svarenda sögðu að það hafa verið rangt að fremja árásina.

Í frétt Reuters kemur fram að stuðningur við Hamas hafi þrefaldast á Vesturbakkanum. 

64% eiga fjölskyldumeðlim sem hefur slasast eða látist

52% af íbúum Gasasvæðisins, þar sem stríðið er nú í gangi á milli Ísraels og Hamas, segjast sátt með hlutverk Hamas í stríðinu á meðan að 85% af svarendum á Vesturbakkanum voru sátt með Hamas.

Í könnuninni kom einnig fram að 44% af íbúum Gasa teldu sig hafa nóg af vatni og mat á meðan 56% sögðust skorta birgðir.

64% svarenda á Gasasvæðinu sögðust hafa misst fjölskyldumeðlim eða eiga fjölskyldumeðlim sem hefur særst í átökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert