Ungbarn myrt í eldheitum bakarofni

Engin orð fá lýst þeim óhugnaði sem átti sér stað í Ísrael 7. október síðastliðnum. Þetta segir Birgir Þórarinsson alþingismaður sem skoðað hefur sönnunargögn sem sýna Hamas-liða murka líftóruna úr ungabörnum og almennum borgurum í Ísrael í liðnum mánuði.

Birgir er gestur Dagmála og lýsir í hálfum hljóðum þeim óhugnaði sem blasti við þegar hann heimsótti eitt af samyrkjubúunum í suðurhluta Ísraels sem varð hvað verst fyrir barðinu á hryðjuverkaárás nærri 1.800 vígamanna Hamas-hryðjuverkasamtakanna.

Mun aldrei gleyma upptökunum

Þar sést m.a. hvernig ungbarni er troðið inn í bakarofn og það myrt og annað sem sýnir fjölskylduföður umfaðma börnin sín í þann mund sem þau eru brennd lifandi.

Birgir segist aldrei munu gleyma upptökunum sem hann horfði á, en þeim var safnað úr búkmyndavélum sem Hamas-liðarnir báru sjálfir utan á sér samhliða ódæðisverkum sínum.

Ósennilegt verður að teljast að áhorfendur Dagmála gleymi þessum lýsingum í bráð.

Viðtalið við Birgi má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert