Minnst á kynlífsupptökur af Clinton og Andrési

Í dómsskjölunum er Clinton sagður „vilja þær ung­ar“.
Í dómsskjölunum er Clinton sagður „vilja þær ung­ar“. Ljósmynd/X

Umræður um meintar kynlífsupptökur af Andrési Bretaprins, Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og auðkýfingsins Richard Branson ásamt Jeffrey Epstein hafa sprottið upp á ný vegna birtingu fleiri dómsskjala.

Er þetta hluti af dómsskjölum sem hafa verið birt úr rétt­ar­höld­um yfir kær­ustu og sam­sær­is­konu Epstein, Ghislaine Maxwell.

Guardian greinir frá.

Fram kemur í skjölunum að lögfræðiteymi Jeffrey Epstein hafi reynt að grafa undan áreiðanleika eins vitnanna, Sarah Ransome, þar sem Ransome hafi á einum tímapunkti fullyrt að hún ætti þessar upptökur en svo seinna meir dregið þá staðhæfingu til baka.

Lögfræðingar Epsteins sögðu að þetta sýndi fram á að Ransome skorti trúverðugleika.

Í skjölunum hafa nöfn fjölda valdamikla manna komið fram og kemur meðal annars fram að Bill Clinton er sagður „vilja þær ung­ar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert