17 eldri borgarar slösuðust er rúta valt í Hvalfirði

Rútan á hliðinni neðan vegar rétt hjá Brynjudálsá í Hvalfirði.
Rútan á hliðinni neðan vegar rétt hjá Brynjudálsá í Hvalfirði. mbl.is/Kristinn

Rúta með rúmlega 40 eldri borgara innanborðs fauk útaf veginum og valt við Brynjudalsá innarlega í Hvalfirði um klukkan 17 en ekki er talið að alvarleg slys hafi hlotist. Slösuðust 17 manns og hlutu þrír þeirra beinbrot.

Fimm sjúkrabílar voru sendir á vettvang, þrír frá Reykjavík og tveir frá Akranesi. Voru hinir slösuðu fluttir undir læknis hendur á Landsspítalann í Fossvogi. Önnur rúta var send eftir þeim sem ekki þurfti að flytja undir læknishendur og var haldið með þá að Laugarneskirkju en þar stóð til að ferðinni lyki. Eldri borgararnir voru að koma úr ferð í Vatnaskóg á vegum kirkjunnar og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Talið er að snögg vindhviða hafi valdið því að bifreiðin fauk útaf veginum en það mun hafa orðið ferðalöngum til happs að hún var á lítilli ferð er óhappið varð og náði bílstjórinn að beygja frá gili við slysstaðinn. Afráðið hefur verið að loka veginum við Brynjudalsá í kvöld frá klukkan 20 til 21:30 meðan rútan verður dregin upp á veg og fjarlægð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert