Grjóthrun og sandfok við Hvalsnes

Vegagerðin segir, að mjög hvasst sé nú við Hvalnes, grjóthrun og sandfok. Þá er hálka nokkuð víða á Norðaustur- og Austurlandi. Annars staðar eru flestar aðalleiðir auðar þótt enn sé hálka á stöku stað, einkum á útvegum. Á Vestfjörðum er búið að opna Hrafnseyrarheiði og er þar hálka.

Þá segir Vegagerðin, að vegna aurbleytu og hættu á slitlagsskemmdum hafi ásþungi verið takmarkaður við 10 tonn á vegum frá Borgarnesi um Vesturland, Vestfirði og Norðurland, og einnig sunnanlands á öllum vegum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, nema á vegi 1, Hringvegi milli Reykjavíkur og Selfoss.

Þá verður ásþungi takmarkaður við 10 tonn frá klukkan 8 í fyrramálið á Norðfjarðarvegi frá álverssvæði í Reyðarfirði til Neskaupsstaðar, Suðurfjarðavegi frá Norðfjarðarvegi að Hringvegi í Breiðdal og á Hringvegi frá Suðurfjarðavegi í Breiðdal suður um Skeiðarársand. Er þetta gert vegna hættu á slitlagsskemmdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert