Jón Ásgeir millilendir í yfirheyrslu

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir, að hugsanlega verði yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri haldið áfram um miðjan dag á fimmtudaginn kemur en þá gæti Jón Ásgeir stoppað í 3 klukkustundir eða svo á leið sinni frá Englandi til Bandaríkjanna.

Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs, hefur verið yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en stefnt er að því að ljúka yfirheyrslum yfir honum á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert