Gangaslagur MR stórslysalaus

Hinn árlegi gangaslagur í Menntaskólanum í Reykjavík var í gær en með nokkuð breyttu sniði. Allt gekk vel fyrir sig og enginn slasaðist í slagnum og sjöttubekkingar náðu að hringja inn í tíma aðeins tveimur mínútum seinna en venja er. Þeir voru svo hamingjusamir með hvernig til tókst að þeir tolleruðu Árna Heiðar Guðmundsson, þann sem náði að hringja bjöllunni. Ekki tókst betur til en svo að hann kastaðist upp í loftbita í tolleringunni og skrámaðist á höfði.

„Já, það má segja að þetta hafi allt gengið mjög vel – þar til í fagnaðarlátunum," sagði Þórarinn Sigurðsson, inspector scholae, en bætti við að meiðsli Árna væru ekki alvarleg.

Hann sagði að nauðsynlegt hefði verið að breyta til enda beinlínis hættulegt að hafa þetta eins og það var.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert