Landsbjörg segir umburðarlyndi atvinnurekenda aðdáunarvert

Björgunarskipin Húnabjörg á Skagaströnd og Þór í Vestmannaeyjum voru kölluð út í morgun til að aðstoða báta sem að þurftu á aðstoð að halda. Aðeins liðu 5 mínútur frá því að áhöfnin á Húnabjörgu var kölluð út og þar til hún var komin að bátnum en þrjátíu mínútur liðu frá því Þór var kallaður út. Fram kemur í yfirlýsingu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu að aðdáunarvert þyki hversu hratt sjálfboðaliðar félagsins geti brugðist við neyðarástandi.

Þessi tvö útköll og útkall í nótt þar sem að ferðamaður féll í Laxárgljúfur sýni hversu hratt björgunarsveitirnar geti brugðist við. Þá vilji það stundum gleymast að allir félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru sjálfboðaliðar sem þurfi að treysta á skilning atvinnurekenda sinna og að atvinnurekendur eigi hrós skilið fyrir það umburðalindi sem þeir sýni þegar björgunarsveitafólk þurfi að stökkva frá störfum sínum með engum fyrirvara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert