Hellisheiði lokuð vegna veðurs

Búið er að loka Hellisheiði vegna veðurs. Þessi mynd var …
Búið er að loka Hellisheiði vegna veðurs. Þessi mynd var tekin þar á síðasta ári. mbl.is/Sverrir

Búið er að loka Hellisheiði vegna veðurs og er vegfarendum er beint á að fara um Þrengslin. Þar er hins vegar hálka og snjókoma. Mjög slæm færð er um allt land, að sögn Vegagerðarinnar, snjóþekja er á Sandskeiði og óveður  á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er víðast hvar þæfingur, hálka og hálkublettir ófært er um Klettsháls, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Snjóþekja og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði. Þorskafjarðarheiði er ófær.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir, éljagangur og skafrenningur  á flestum leiðum. Hálka og stórhríð er á Öxnadalsheiði. Óveður er í Vatnsskarði og á Hólasandi.

Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Óveður er á Möðrudalsöræfum, þungfært og stórhríð á Vopnafjarðarheiði.

Á Austurlandi er hálka og hálkublettir, ófært um Fjarðarheiði, Öxi og Breiðdalsheiði, þungfært og óveður í Oddskarði. Óveður er í Hvalsnesi og við Lón.

Á Suðausturlandi er víðast hvar greiðfært en þó eru hálkublettir á stöku stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert