95% telja að stóriðja eigi að greiða fyrir mengun

Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands,  s.l. töldu 95,4% aðspurðra að stóriðjufyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum.

Þá taldi þorri aðspurðra, eða 82,9%, að öll fyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. 49% töldu að almenningur eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum, 44,6% voru því ósammála og 6,3% tóku ekki afstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert