Óveruleg fjölgun hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir aukna þörf

Landspítali í Fossvogi.
Landspítali í Fossvogi. mbl.is/ÞÖK

Óverulegar breytingar hafa orðið á fjölda hjúkrunarfólks á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) undanfarin þrjú ár, þrátt fyrir að hjúkrunarþörf á spítalanum hafi aukist umtalsvert á tímabilinu vegna aukinnar starfsemi á mörgum sviðum. Þessu hefur verið mætt með aukinni yfirvinnu að einhverju leyti, auk þess sem vinnuálag hefur aukist, einkum á legudeildum spítalans, en mannafli hefur flust þaðan á aðrar deildir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt á mönnun hjúkrunar á LSH, sem unnin er af verkefnisstjórum á hag- og upplýsingasviði spítalans. 

Starfsmannavelta hjá hjúkrunarfræðingum á LSH var 10% á árinu 2006, en þar af hætti hluti vegna aldurs. Aukavöktum hefur fjölgað um 15 stöðugildi milli ára og setnum stöðugildum fækkaði um 20 árið 2006 frá árinu áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert