Lúðrasveitahljómur ómar um borgina

Lúðrasveit verkalýðsins fór fyrir göngunni niður Laugaveg í Reykjavík.
Lúðrasveit verkalýðsins fór fyrir göngunni niður Laugaveg í Reykjavík. mbl.is/GSH

Lúðrasveitahljómur ómar nú um Reykjavík en kröfu- og skrúðgöngur lögðu víða af stað í borginni um klukkan eitt í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur ekkert sérstakt komið upp á þrátt fyrir að „nú sé dagurinn til mótmæla“ eins og lögreglumaður sem blaðamaður mbl.is ræddi við komst að orði.

Aukaviðbúnaður er hjá lögreglu í dag vegna fjölda samkoma og sérstakra verkefna í  umferðarstjórnun en samkvæmt upplýsingum varðstjóra er viðbúnaður ekki meiri nú en á 1. maí undanfarin ár.  

Köfuganga leggur af stað frá Hlemmi klukkan 13.30. Gengið verður niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg. Útifundur mun síðan hefjast á Ingólfstorgi klukkan 14.10.

Skrúðgöngur eru hins vegar farnar um hverfi íþróttafélaganna Fram og Víkings í Reykjavík í dag í tilefni af aldarafmælum þeirra.

Skrúðganga  

Margir söfnuðust saman á Hlemmi við upphaf kröfugöngunnar í dag.
Margir söfnuðust saman á Hlemmi við upphaf kröfugöngunnar í dag. mbl.is/GSH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert