Ákveðin vonbrigði

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir það ákveðin vonbrigði að viðmiðunarstofn þorsks sé ekki stærri en fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Hins vegar komi niðurstaðan ekki á óvart þótt sjómenn telji að staða þorskstofnsins sé betri en fram kemur í skýrslunni.

Einar sagði, að á síðasta ári hefði verið tekin ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar þar sem ljóst var að lélegir árgangar voru að koma inn í veiðistofninn. Þá hefði verð tekin ákvörðun um veiðireglu, 20% af viðmiðunarstofni, og jafnframt að á næsta fiskveiðiárið verði aflamark ekki undir 130 þúsund tonnum. Ljóst sé að það verði niðurstaðan.

Einar sagði, að ekki væri búið að fara yfir ráðgjöf um aðra nytjastofna og því væri ekki hægt að segja til um hvort aflaheimildir verði í samræmi við hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert