„Allur að koma til“

Helgi Sigurðsson með hundinn
Helgi Sigurðsson með hundinn mbl.is/G. Rúnar

Eigandi hundsins, sem urðaður var lifandi í hrauninu í Kúagerði og skilinn eftir til að drepast, hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum í gær. Að hans sögn hafði hann nýlega fengið hundinn, sem er fjögurra mánaða gömul tík af doberman-kyni, en hann sloppið frá honum. Svo virðist því sem einhverjir hafi gengið fram á hundinn en í stað þess að skila honum til eiganda síns ákveðið að halda í hraunið og skilja hundinn þar eftir undir sex 20 kg steinum.

Að sögn Helga Sigurðssonar, dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hundurinn dvelst núna, er hundurinn að braggast en smávegis lömunareinkenni eru í honum ennþá. Mun meiri kraftur hafi verið í honum í gær en á laugardaginn þegar hann fannst. „Þá leit hann ekki mjög vel út. Nú er hann mjög hress og er að fóta sig aðeins.“ Næstu dagar munu leiða í ljós hvort hundurinn nær sér að fullu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka