Sjö handtenir á Hengilsvæðinu

Sjö liðsmenn Saving Iceland samtakanna voru handteknir í dag við jarðhitaborholu á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var fólkið handtekið fyrir að neita að fara að fyrirmælum lögreglu.

Átján til tuttugu manns tóku þátt í aðgerðum samtakanna á staðnum að sögn lögreglu og hafa aðrir yfirgefið svæðið. Mikil þoka var á svæðinu og erfitt að átta sig á aðstæðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert