Með amfetamín innvortis

Komið hefur í ljós að ungur Lithái, sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í fyrradag grunaður um fíkniefnasmygl, gleypti u.þ.b. 40 plastpakkningar með amfetamíni. Maðurinn er búinn að skila af sér um 20 pakkningum skv. upplýsingum lögreglu.

Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, kom til landsins með flugi frá Amsterdam á miðvikudag. Tollverðir stöðvuðu manninn við venjubundið eftirlit við komuna til landsins. 

Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 15. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert