Fornbílarall að hefjast

Einn fornbílanna, sem tekur þátt í rallinu.
Einn fornbílanna, sem tekur þátt í rallinu. mbl.is/Valdís

Um 65 fornbílar, margir afar verðmætir, taka þátt í rallkeppni hér á landi á vegum breska HERO fornbílaklúbbsins og hefst keppnin nú á níunda tímanum í Reykjavík. Ekið verður í kringum landið en rallinu lýkur í Reykjavík á föstudag.

Elsti bíllinn í hópnum er 1922 Bentley Tourer og sá yngsti er 1981 Lotus Sunbeam.

Bílarnir verða ræstir við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 8:30 og fyrsta tímaþrautin verður klukkan 8:35 við Kringluna. Klukkan 9:32 verða bílarnir við Ljósafoss, klukkan 14:18 í Hveragerði og á Ljósanótt í Keflavík klukkan 16:03.

Dagskrá rallsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert