Atvinnulífið fái súrefni

Forsvarsmenn í atvinnulífinu segja að það sé lífsspursmál fyrir fyrirtækin í landinu að tryggð verði bankaþjónusta á næstunni og að greiðsluþjónusta bankakerfisins  gangi eðlilega fyrir sig. 

„Á undanförnum dögum og vikum hefur nánast verið algjört stopp bæði frá fjármálstofnunum inn í fyrirtækin og hreinlega á milli fyrirækjanna, sem hafa haldið að sér  höndum,“ segir Jón Steindór Valdiarsson, framkvæmdastjóri Samaka iðnaðarins.

„Það er augljóst að það verða margir fyrir búsifjum,“ segir Jón Steindór. Allir sem rætt var við í kvöld voru þeirrar skoðunar að óvissan væri mikil, menn þurfi að átta sig á hver atburðarásin verður næstu daga áður en hægt sé að fullrða nokkuð um áhrifin af aðgerðum stjórnvalda. Mikilvægt sé að menn forðast óðagot.

„Það er mjög mikilvægt í næstu skrefum að koma peningum í umferð. Það hefur verið peningaþurrð. Við þurfum að koma krónunni í umferð og við þurfum að fá mjög myndalega vaxtalækkun eins og skot. Það þarf að skera vextina niður um a.m.k. um helming ef ekki meira til þess að menn geti tekð peninga að láni. Við verðum að koma þessu súrefni út í atvinnulífið,“ segir Jón Steindór.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ tekur í sams streng.

„Það er mjög mikilvægt að eðlileg bankaviðskipti verði tryggð svo þetta hafi ekki áhrif á rekstur fyrrtækja,“ segir hann. Allt ráðist þetta af því hvað gerist á næstunni.Ef illa fer fyrir einverjum bönkum, þá hefur það áhrif út um allt enda eru bæði fólk og fyrrtæki hluthafar í bönkunum. Á þessu stigi er hins vegar ekkert hægt að segja fyrir um þetta,“ segir Friðrik.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert