„Allt gengur sinn vanagang“

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson mbl.is/Brynjar Gauti

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir, að þrátt fyrir að skilanefnd Fjármálaeftirlitsins hafi nú rétt fyrir átta í morgun tekið yfir rekstur Landsbanka Íslands muni engin breyting verða á starfsemi bankans gagnvart almennum viðskiptavinum og starfsfólki.

Við blasi að Íbúðalánasjóður taki yfir íbúðalán Landsbankans, og geti viðskiptavinir bankans treyst því að lánin „fari ekki á neitt flakk.“ Sjóðurinn muni kaupa lánin út úr Landsbankanum.

Björgvin sagði í samtali við mbl.is að yfirtaka nefndarinnar hafi verið gerð „í fullu og góðu samráði við Landsbankamenn sjálfa“, og hafi gengið eins vel og hugsast gat fyrir alla aðila, með því að bankinn hafi ekki fyrst farið í þrot. Nú hefjist mikið eignaskiptaferli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert