Lánstraust Íslendinga í hættu

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Ómar

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er ekki sannfærður um að sú leið sem farin var í gær á Alþingi, þegar lög um að fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins fái heimild til að leggja fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki í heild eða að hluta við sérstakar aðstæður, þ.e. sérstaka fjárhags- og/eða rekstrarerfiðleika, hafi endilega verið rétta leiðin.

Baugur er eins og kunnugt er stærsti hluthafinn í Stoðum (FL) sem var stærsti hluthafinn í Glitni, þar til Seðlabankinn ákvað að ríkissjóður eignaðist 75% hlut í bankanum, með því að leggja bankanum til 600 milljónir evra.

„Vissulega var staðan mjög þröng, eftir hina vitlausu ákvörðun sem tekin var af Seðlabankanum síðasta mánudag. Þetta eru því neyðarviðbrögð við þeirri vitlausu ákvörðun,“ sagði Jón Ásgeir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld.

Aðspurður hvaða afleiðingar hann teldi að þessi lagasetning kæmi til með að hafa fyrir Íslendinga sagði Jón Ásgeir: „Ég óttast að við séum að brenna allar brýr að baki okkur í samskiptum við erlenda lánardrottna, en ég vona svo sannarlega, að svo sé ekki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert