Dregur úr bílaumferð í Reykjavík

Bílum fækkaði á helstu umferðargötum borgarinnar í vikunni sem er að líða. Marktækt færri bílar töldust á götum en í vikunni áður. Sennilega samnýtti fólk bíla og tók strætó. Bílum fækkað um 5,4% á Sæbrautinni, 6,8% á Kringlumýrarbrautinni og 3,1% í Ártúnsbrekkunni.

Björg Helgadóttir landfræðingur hjá Umhverfis- og samgöngusviði segir á vef sviðsins, að þetta sé marktækur munur í mælingum.

Ef til vill fari fleiri samferða í bílum til og frá vinnu eða skóla, einnig þurfi að kanna hvort fleiri hafi nýtt sér almenningssamgöngur en áður en strætó fær nú aukinn forgang í umferðinni í Reykjavík eftir að forgangsreinar voru teknar í notkun á Miklubraut sem liður í þeim Grænum skrefum sem stigin hafa verið í Reykjavík á undanförnum árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert