Ríkisstjórnarfundi lokið

Fundi ríkisstjórnar Íslands er lokið og liggur ekki fyrir nein niðurstaða hvað varðar beiðni um lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Forsætisráðherra segir að ákvörðunar sé þó að vænta mjög fljótlega.
Hann segir unnið að þjóðhagspá til að leggja til grundvallar slíku láni.

Geir H. Haarde segir að langan tíma hafi tekið að vinna Þjóðhagspá sem segir til um langtímahorfur í íslensku efnahagslífi. Á því hafi staðið. Hann segir ekki tímabært að ræða skilyrði fyrir lánveitingunnni en sagði Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vinna að lausn en ekki reyna að gera mönnum erfitt fyrir.

Geir sagði varðandi horfurnar að þjóðarframleiðsla myndi hrapa og halli á ríkissjóði yrði miklu meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir. Hann sagðu óvissu um verðbólguna vegna þess að hún réðist af því hvað gengið styrkist fljótt. Atvinnuleysi aukist mikið. Utanríkisviðskiptin verði þó líkast til í miklu betra lagi, útflutningur vaxi mjög hratt en innflutningur minnki. Spurningin sé sú hvað þetta ástand vari lengi og hvernig við getum með sem skynsamlegustum hætti komið okkur í gegnum það. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert