DeCODE úr landi?

Íslensk erfðagreining
Íslensk erfðagreining mbl.is/Jim Smart

Staða deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, er mjög erfið um þessar mundir og erlendir fjárfestar sýna því áhuga að kaupa starfsemina og flytja hana að hluta til eða að fullu úr landi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps.

Fram kom að í morgun hafi verið haldinn fundur hjá Rannís. Kári Stefánsson, forstjóri deCODE hafi verið beðinn um að sitja fundinn í gegnum síma og farið þar yfir stöðu fyrirtækisins. Þar kom fram að fyrirtækið hafi geymt um 33 milljónir Bandaríkjadala (sem samsvarar um 3,8 milljörðun króna) í skuldabréfum sem keypt voru í gegnum Lehman-Brothers í Bandaríkjunum. Það fé sé ekki tapað í dag en sé ekki lausafé. Af því séu greiddir vextir en ekki er hægt að losa þessa fjármuni.

Kári staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert