Íslenskir trésmiðir leita að vinnu í Noregi

Byggingafélag í Bryne á suðvesturströnd Noregs auglýsti eftir trésmiðum og hefur m.a. fengið fyrirspurnir frá Íslandi í kjölfarið. Norskir trésmiðir á svæðinu virðast hins vegar hafa næga vinnu og hafa ekki sótt um störfin. 

Þetta kemur fram í viðtali Stavanger Aftenblad við Harald Grayston, framkvæmdastjóra Byggelaget på Bryne. Hann segir, að talsvert hafi einnig verið um fyrirspurnir frá Póllandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert