Mótmæla vaxtahækkun Seðlabankans

Þingflokkur Frjálslynda flokksins samþykkti í dag ályktun þar sem  hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands er mótmælt. Segir þar að brýna nauðsyn beri til að lækka stýrivexti til þess að vinna gegn atvinnuleysi og styrkja grundvöll framleiðslufyrirtækjanna.

Með hækkun stýrivaxta er unnið gegn framfarasókn og endurreisn íslensks atvinnulífs. Þessi stýrivaxtahækkun stuðlar að fjöldaatvinnuleysi og vegur að hagsmunum heimilanna.  Þingflokkur Frjálslynda flokksins lýsir ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna háskalegrar vaxtastefnu," segir síðan.

Vísað er til þess að seðlabankar flestra landa lækki nú stýrivexti til að efla atvinnustarfsemi í löndum sínum. Segir þingflokkurinn telja þessa stýrivaxtahækkun benda eindregið til  þess að ekki sé um markvissa heildarstefnu að ræða í efnahagsmálum af hálfu stjórnvalda.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert