Tengjast öll Landnámssetrinu

Kjartan, Brynhildur og Benedikt hlutu styrk úr Minningarsjóði frú Stefaníu …
Kjartan, Brynhildur og Benedikt hlutu styrk úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur. Ómar Óskarsson

Þrír leikarar hlutu í kvöld styrki úr Minningarsjóði Frú Stefaníu
Guðmundsdóttur. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni eru Kjartan Ragnarsson, Brynhildur Guðjónsdóttir og Benedikt Erlingsson. Veittu styrkþegar „Stefaníustjakanum“ viðtöku og hlutu einnig peningastyrk.


„Það er ekki tilviljun að þessi þrjú eru valin saman, þau tengjast öll
Landnámssetrinu í Borgarnesi,“ sagði Jón Viðar Jónsson, formaður sjóðsins eftir afhendinguna. „Kjartan á langan og margbrotinn feril að baki og stýrir nú Landnámssetrinu ásamt eiginkonu sinni. Benedikt og Brynhildur eru í fremstu röð íslenskra leikara og hafa fært eftirminnileg verk upp í Landnámssetrinu.“


Að sögn Jóns Viðars Jónssonar var styrkurinn upphaflega hugsaður sem
menntunar- og ferðastyrkur fyrir unga leikara. Á síðustu árum hafa
áherslurnar breyst, ungt leikhúsfólk er verðlaunað en einnig veittar
viðurkenning fyrir gifturíkt framlag til leiklistarinnar.


Að þessari úthlutun meðtalinni hafa nú 31 leiklistarmenn hlotið styrk úr
sjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert