Enn mótmælt við þinghúsið

Enn logar glatt í bálkesti, sem mótmælendur hlóðu framan við …
Enn logar glatt í bálkesti, sem mótmælendur hlóðu framan við þinghúsið. mbl.is/Júlíus

Enn eru nokkur hundruð mótmælendur við Alþingishúsið og berja bumbur og annað slagverk. Þá logar enn glatt í bálkesti, sem hlaðinn var framan við tengibyggingu þinghússins. Lögreglan hefur bægt fólkinu frá þinghúsinu en þar voru fyrr í kvöld brotnar rúður í útidyrahurð.

Mótmælendur hafa grýtt pokum með hvítri málningu, eggjum, mjólkurvörum, hveiti og ýmsu lauslegu á lögreglumenn, sem standa við þinghúsið, og einnig á húsið. Að sögn blaðamanns mbl.is á staðnum tóku lögreglumenn sig til og fóru inn í hóp mótmælenda og handtóku pilt, sem hafði sig einna mest í frammi í eggjakastinu.

Að sögn blaðamanns virðist fólki heldur vera að fjölga á ný og svo virðist sem eldra fólk, en var við þinghúsið í dag, sé að koma á svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert