Aðstoðuðu á Fjarðarheiði

Lítið skyggni var á Fjarðarheiði í dag þegar áreksturinn varð. …
Lítið skyggni var á Fjarðarheiði í dag þegar áreksturinn varð. Fjarðarheiði er nú lokuð.

Fólksbíll á leið til  Seyðisfjarðar, ók aftan á jeppa um kl. 16 í dag, í mikilli ófærð og litlu skyggni á Fjarðarheiði. Engin slys urðu á fólki.
Mikill snjór er nú á Fjarðarheiði, ruðningar háir og því þarf lítinn vind, til þess að skyggni verði nánast ekkert á veginum. Heiðin er nú lokuð.

Björgunarsveitarmenn frá Ísólfi á Seyðisfirði fóru á björgunarsveitarbílnum og aðstoðuðu eftir áreksturinn.

Fjarðarheiðin er nú lokuð, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði, Þrengslum og á Hellisheiði. Nokkur hálka er  einnig í uppsveitum. Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Það er hálka á  Bröttubrekku og hálka og skafrenningur víða í Dölunum. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.

Á sunnanverðum Vestfjörðum eru hálkublettir og skafrenningur en þæfingsfærði er frá Flókalundi og yfir Klettsháls. Á
norðanverðum Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðvesturlandi er hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði.

Á Norðaustur og  Austurlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja og skafrenningur. Hálka og skafrenningur er á Mývatns- og
Möðrudalsöræfum. Þungfært og skafrenningur er á Melrakkasléttu. Óveður og þungfært er á Fagradal og á Oddskarði þar er
ekkert ferðveður. Ófært er yfir Fjarðarheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Skriðdal og ófært yfir Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Miklar hviður eru við Lómagnúp og eru vegfarendur beðnir að aka
þar um með gát.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert