Óhapp í bílageymslu Glæsibæjar

Pallhýsið við inngang bílageymslunnar
Pallhýsið við inngang bílageymslunnar Eggert Jóhannesson

Ökumaður pallbíls með pallhýsi keyrði fyrr í dag inn í bílageymslu Glæsibæjar þannig að pallhýsið rakst upp í áreksturvörn á bita yfir inngangi geymslunnar. Ekki er nógu hátt til lofts í bílageymslunni svo aka megi svo háu ökutæki þar inn. Pallhýsið losnaði af bílnum og skall í jörðina.

„Þetta var einstaklingur sem er vanur að koma hérna en bara gleymdi að húsið var á pallinum. Þetta var bara leiðindaóhapp,“ segir Ævar Karlsson, framkvæmdastjóri húsfélags Glæsibæjar. Hann segir að nokkrar skemmdir hafi orðið á húsinu og árekstrarvörninni. „Þó ekkert alvarlegt, ekkert sem fæst ekki bætt.“ 

Þá segir Ævar bíllinn nokkuð skemmdan og pallhýsið telur hann ónýtt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert