Íslenskur prófessor var rekinn vegna gagnrýni

Úlfur Árnason, prófessor emeritus við eina af náttúruvísindastofnunum Háskólans í Lundi, fékk 10 daga frest til þess að tæma skrifstofuna sína eftir að hann hafði gagnrýnt hvernig staðið var að uppsögnum fjögurra kennara stofnunarinnar.

„Að ráði deildarforseta var fjögurra manna starfshópi frá tveimur einingum stofnunarinnar af fimm falið verkefnið. Að sjálfsögðu var sagt upp starfsmönnum eininganna þriggja sem ekki áttu fulltrúa í starfshópnum. Ég færði rök fyrir því að þetta stangaðist á við allt réttlæti,“ segir Úlfur sem í gær tæmdi skrifstofuna sína.

„Ég sýndi einnig fram á með dæmum hvernig þessir aðilar hefðu hegðað sér í fyrri tíð. Það hefur allt verið í ólestri vegna vanstjórnar. Ég vitnaði í skýrslu Vísindaráðs frá 2003 þar sem alþjóðlegir sérfræðingar gagnrýna rannsóknir yfirmanns fimm eininga deildarinnar og ég sagði hann ekki hæfan til að dæma aðra. Þetta hljóp í skapið á deildarforseta,“ bætir Úlfur við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert