Fá ekki Icesave-gögnin í hendur

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Eggert

Íslensk stjórnvöld birtu 30. júní sl. 68 skjöl sem tengjast Icesave-samningum stjórnvalda við Breta og Hollendinga. Ekki eru þó öll skjöl er tengjast málinu birt enn. Í tilkynningu stjórnvalda segir að leynd hafi verið létt af hluta gagnanna. Sérstaklega segir að ekki megi birta öll gögnin opinberlega. Um 24 skjöl er að ræða sem þingmenn einir fá aðgang að.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fá þingflokkar að kynna sér gögnin en ekki á tölvutæku formi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna þurfa því að eyða nokkrum tíma í að kynna sér gögnin áður en endanleg ákvörðun um Icesave-samninginn verður tekin.

Auk þess er önnur mappa á þingnefndarsviði Alþingis sem þingmenn geta kynnt sér, þar sem enn meiri leynd er ríkjandi. Hún geymir m.a. fundargerðir frá samningafundum vegna Icesave-málsins. Mikil áhersla er lögð á að halda upplýsingum í þeirri möppu leyndum þar sem um trúnaðarsamskipti Íslands, Hollands og Bretlands er að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka