Svínaflensan komin á skrið

Svínaflensan er komin á skrið hér á landi og fjölgun …
Svínaflensan er komin á skrið hér á landi og fjölgun tilfella sambærileg því sem gerist í nágrannalöndunum. Reuters

Svínaflensan, H1N1, er komin á skrið hérlendis og er fjölgun í takt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tilkynningar vegna sýkinga helgarinnar ættu að berast síðari part vikunnar.

„Hvort hér verður veruleg fjölgun tilfella H1N1 vegna verslunarmannahelgarinnar er erfitt að segja til um, það voru tilmæli frá okkur til þeirra sem finna fyrir einkennum að halda sig heima en þetta verður bara að koma í ljós,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.

Svínaflensan er komin á skrið hér á landi og á föstudag voru skráð 51 tilfelli en enginn var þó alvarlega veikur. Talsverð aukning hefur verið í skráðum tilfellum flensunnar og segir Haraldur fjölgun hérlendis vera alveg í takt við það sem væri að gerast í nágrannalöndunum. Hvort þessi mannamótshelgi myndi fjölga tilfellum verulega kæmi í ljós seinni part vikunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert