Nýstárlegt vegskilti

Auglýsingin góða.
Auglýsingin góða. mynd/bb.is

Ferðaþjónustan Reykjanes ehf. notast við aðferð til að auglýsa hótelið í Reykjanesskóla í Ísafjarðardjúpi, sem er kannski ekki ný af nálinni á Íslandi er hefur þó notið töluverðrar athygli vegfarenda um Ísafjarðardjúp.

Aðstandendur ferðaþjónustunnar röðuðu upp heyrúllum sem vísa leiðina að hótelinu. Jón Heiðar Guðjónsson hótelstjóri í Reykjanesi segir rúllunum hafa verið komið þarna fyrir snemma í sumar og þörf hafi verið á þeim.

„Það er að koma nýr vegur hér eins og allir vita og Vegagerðin átti fyrir löngu að vera búin að setja upp skilti sem vísar leiðina til okkar en ekkert hefur verið aðhafst. Því urðum við að gera eitthvað,“ segir Jón Heiðar. Hótelið er opið allt árið og segir Jón Heiðar nokkra hópa vera búna að bóka hjá sér í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert