Icesave-umræða stendur enn

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar hlýðir á umræður um Icesave.
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar hlýðir á umræður um Icesave. mbl.is/Eggert

Umræða um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar stendur enn á Alþingi og er útlit fyrir að umræðan standi fram undir miðnætti. Klukkan 21 hófst fundur forseta Alþingis með þingflokksformönnum um það hvernig framhaldi málsins verður háttað.

Ekki er ljóst hvenær atkvæðagreiðsla verður um þær breytingartillögur, sem lagðar hafa verið fram við frumvarpið, annars vegar frá meirihlua fjárlaganefndar og hins vegar frá Framsóknarflokknum. Slík atkvæðagreiðsla fer fram í lok 2. umræðu. 

Þá hefur komið fram krafa um það í dag frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í fjárlaganefnd Alþingis að nýju fyrir þriðju og síðustu umræðu. Fjárlaganefnd hefur verið boðuð til fundar á Alþingi í fyrramálið klukkan 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert