Þeir sem ekki voru boðaðir í viðtal fengu bréf

Dómsmálaráðuneytið segir, að umsóknir um embætti þriggja sjálfstæðra saksóknara hafi verið sendar til umsagnar hjá embætti setts saksóknara og setts ríkissaksóknara og sameiginleg umsögn þeirra hafi borist 7. september. Þar var bent á ákveðna umsækjendur sem talið var að boða ætti í viðtal. 

„Í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar var þeim umsækjendum sem ekki var mælt með að boðaðir yrðu í viðtal, gefinn kostur á að koma á framfæri við ráðuneytið athugasemdum sínum við þau atriði í umsögninni er vörðuðu þá sérstaklega. Með því að kynna umsækjendum þessi atriði og afla viðhorfa umsækjendanna til þeirra leitaðist ráðuneytið við að upplýsa með sem vönduðustum hætti og í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga þau atriði er ákvörðun ráðuneytisins um að boða umsækjendur í viðtal kynni að byggjast á," segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu vegna frétta í dag af því að Jón Magnússon, einn umsækjandinn, hafi dregið umsókn sína til baka.

Ráðuneytið áréttar, að á þessu stigi liggi ekki fyrir mat eða afstaða ráðuneytisins til þess sem fram kemur í umsögn sérstaks saksóknara og setts ríkissaksóknara eða til þess hvaða aðilar verði boðaðir til viðtals enda sé frestur umsækjenda til þess að skila inn athugasemdum ekki liðinn.

Tilkynning dómsmálaráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert