Íhuga málssókn á hendur íslenskum stjórnvöldum

Guernsey.
Guernsey. mbl.is/KG

Skiptaráðendur útibús Landsbankans í Guernsey gætu farið í mál við íslensk stjórnvöld til að leitast við að endurheimta sem mest fyrir innstæðueigendur sína. Í the Guernsey Press kemur fram að breskir dómstólar hafi staðfest að skiptaráðendur hins fallna banka geti höfðað mál sé ekki komið fram við innstæðueigendurna af sanngirni. Við atkvæðagreiðslu kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti innistæðueigendanna er hlynntur því að gripið verði til málshöfðunar.

Skiptaráðendurnir Rick Garrard og Lee Manning sögðu í gær:

“Sameiginlegir skiptaráðendur eru að leita sanngjarnrar meðferðar, sem byggist á jafnræði, fyrir innistæðueigendur bankans, eftir að hafa séð að bresku og hollensku ríkisstjórnirnar borga út eigendum Icesave reikninga, þeir eru auðvitað argir og enn meir með því að sjá kröfur þessar ríkisstjórna teknar fram yfir þeirra eigin”.

Í fréttinni er minnt á að Ísland hafi lögfest neyðarlög daginn fyrir fall Landsbankans í Guernsey sem áttu þá að veita ákveðnum flokkum innstæðueigenda forgang.

 “Nái skiptaráðendurnir ekki sanngjarnri leiðréttingu, hafa innstæðueigendurnir heimilað þeim að höfða formlegt skaðabótamál á hendur íslensku ríkisstjórninni.”

Haft er eftir skiptaráðendunum að þeir harmi að þurfa jafnvel að grípa til slíkra aðgerða en annað væri ekki sanngjarnt í ljósi þess að ríkisstjórnirnar nytu forgangs yfir innstæðueigendur bankans.

Bent er á að aðgerðin gæti valdið 5 pensa hækkun á pundinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert