Gjaldþrot álitið betra en úrræðið

Greiðsluaðlögun fyrir heimili sem eiga í fjárhagslegum erfiðleikum er meingölluð að mati fjölskylduföður sem sótti um úrræðið í apríl. Málið fór fyrir dómara í síðustu viku.

Sökum þess að fjölskyldan vildi einbeita sér að greiðslu skulda sem gátu fallið á aðra féllst dómari ekki á beiðni um aðlögun og taldi að með því væri verið að mismuna lánardrottnum. Ekki hefði átt að taka tillit til þessara skulda yfirhöfuð í greiðsluaðlöguninni þar sem lánardrottnar gætu gert fjárnám í eignum ábyrgðaraðila.

Fáránlegt, segir faðirinn. Ekkert blasir annað við þessari sex manna fjölskyldu en gjaldþrot og telur faðirinn undarlegt að það sé talið ásættanlegra, þar sem kröfuhafar fái þannig ekkert í sinn hlut en þau hafi haft mikinn hug á að vinna skipulega að því að greiða niður skuldir á næstu árum. Fjölskyldan hefur yfirgefið landið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert