15,2 milljóna sekt

Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 15,2 milljóna króna sekt fyrir stórfelld skattalagabrot.

Maðurinn rak eigið fyrirtæki og stóð ekki skil á virðisaukaskattsskýrslum fyrir stærstan hluta áranna 2006 og 2007. Hann kom sér undan því að standa ríkinu skil á virðisaukaskatti, samtals 7,6 milljónum króna, sem innheimtur var í starfsemi fyrirtækisins.

Maðurinn játaði brot sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert