30 milljarðar úr atvinnuleysistryggingasjóði

Hækkunin nemur um 12 milljörðum kr. á milli ára.
Hækkunin nemur um 12 milljörðum kr. á milli ára. mbl.is/Golli

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert  ráð fyrir að útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs verði 29,7 milljarðar á næsta ári. Það er hækkun um 11.957 milljónir kr. að raungildi frá fjárlögum þessa árs.

Breytingarnar eru skýrðar á eftirfarandi hátt:

  1. Farið er fram á 12.330 milljóna kr. hækkun heimildar til að mæta spá um 10,6% atvinnuleysi á næsta ári. Í forsendum fjárlaga 2009 hafi verið miðað við 5,7% atvinnuleysi. Áætlað sé að á vinnumarkaði verði um 164.000 manns og því megi gera ráð fyrir að um 17.400 manns verði án atvinnu.

  2. Útgjöld sjóðsins munu aukast um 1313 milljónir kr. þar sem vaxtatekjur hans af inneign í ríkissjóði af óráðstöfuðu atvinnutryggingargjaldi verða engar á næsta ári. Í stað vaxtatekna, sem áætlaðar voru 873 milljónir kr. í fjárlögum 2009, falla á sjóðinn vaxtagjöld að fjárhæð 440 milljónir kr., þar sem tekjur hans af atvinnutryggingargjaldi standa ekki undir greiðslu atvinnuleysisbóta.

  3. Gert er ráð fyrir að útgjöld sjóðsins lækki um 750 milljónir með hertu eftirliti Vinnumálastofnunar með greiðslum atvinnuleysisbóta. Gerðar verða sérstakar ráðstafanir til að halda utan um og mæla árangur af þessu eftirliti.

  4. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld sjóðsins lækki um 800 milljónir með hækkun á framfærslugrunni Lánasjóðs íslenskra námsmanna til að hvetja atvinnulaust fólk í nám. En útgjöld hækka um samsvarandi upphæð undir mennta- og menningarmálaráðuneytinu þannig að þessi aðgerð breytir ekki heildarútgjöldum ríkissjóðs. Sú breyting miðar að því að hvetja fólk án atvinnu til náms.

  5. Þá fellur niður tímabundin 140 milljóna kr. fjárheimild frá árinu 2008 sem ætluð var til að draga úr neikvæðum áhrifum af samdrætti í þorskveiðum og auðvelda þannig fiskvinnslufyrirtækjum að halda starfsfólki á launaskrá. Áhrif verðlagshækkana og hækkun tryggingargjalds á launaveltu  nema samtals 9,4 milljónum kr.

Fjárlagafrumvarpið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert